Ritarar kunni ekki íslensku

20. janúar 2021

Þetta hlýtur að vera krafan sem gerð er til fyrirsagnaritara á lesnum fjölmiðlum.rnrnHvað eftir annað sé ég fyrirsagnir eins og „Móri fari burt“ þegar efni fréttarinner er „Móri fer burt“ sem er þá mun réttari fyrirsögn en krafan um að Móri fari burt.rnrnSvona í framhjáhlaupi er mér rétt sama hvort sá Móri sem er Mourinho fer eða er.

Krían…

30. apríl 2019

… heyrðist og sást við utanverðan Reyðarfjörð í dag.

Phrasing! #1

22. apríl 2019

Seems everyone has to have odd Icelandic phrases translated into English.

 1. Ice in a bread (is-IS = ís í brauði), n. Soft-serve (autodog) ice cream in a cone.
 2. There is many an odd thing in the cow’s head (is-IS = Það er margt skrýtið í kýrhausnum) There are many weird and strange things going on in the world.
 3. To fall on one’s butt with something (is-IS = að renna á rassinn með eitthvað), v. To end something (a task) with a failure.
 4. To speak with somebody with two ram’s horns (is-IS = að tala við e:n með tveim hrútshornum), v. To offer someone fistfuls of violence.
 5. Post card weather (is-IS = póstkortaveður), n. The kind of weather you normally see only on post cards.
 6. Hookerable (is-IS = mellufær), adj. Knows the bare basics of something, say, a language; just enough to pick up a hooker.
 7. Boathooker (is-IS = bátamella), n. A seaman that moves between several boats, like when relieving others.
 8. Radio clock (is-IS = útvarpsklukka), n. 24-hour clock; military clock.
 9. Slaughter (is-IS = slátur), n. Blood pudding and/or liver sausage. The latter resembles haggis if seen from far enough away.
 10. Beak oil (is-IS = goggolía), n. Gin.
 11. Thundercart (is-IS = skruggukerra), n. A powerful automobile.
 12. To pour from one’s bowls of wrath over sby (is-IS = að hella úr skálum reiði sinnar yfir e:n), v. To chew out some poor s.o.b.

Nýyrði dagsins

19. mars 2019

Nornanærur, no. Plastpokar og þ.u.l. sem hefur fokið burtu og hangir nú og flaksast á trjám og runnum.

Meira af vatnsleysi

7. ágúst 2018

Svo sem ekki stórfrétt lengur að vatnið hverfi hér á Bökkunum í sirkabát hálfan sólarhring. Henti aftur í síðustu viku.

Og sígur enn!

9. október 2017

Jú, Sandskeiðið – það á Norðfjarðarvegi – er enn að síga til sjávar og slíta stykki úr veginum. Enn ein ástæða til að fagna nýju göngunum.

Veðurskipti

28. september 2017

Hætti að rigna um tvö og reif af. Sást til sólar upp úr þrjú og nú er glaðasólskin. E-en, Norðfjörðurinn er kolmórauður og það gutlar í grasflötum. Hellisfjörður og Viðfjörður, aldrei hef ég séð litaðan sjó úr þeim.

Horfið hús

27. september 2017

Nú er búið að rífa hússkömmina sem stóð milli núverandi vínbúðar/apóteks og Olís. Þá þarf maður ekki lengur að fara út á götu til að sjá hvaða umferð kemur að innan og hvort nokkur tími sé til að skondra yfir götuna eða inn á Olís.

Þvílík drift á karli!

27. september 2017

Að hreint út steingleyma að hafa blogg í eigin nafni lýsir manni ekki vel. Nújæja.

Fimm tímar eða fjórtán?

13. desember 2013

Svo sem sjá má ( http://www.ruv.is/frett/thurftu-ad-braeda-snjo-i-pottum ) var vatnslaust á Neskaupstað í vikunni í þetta fimm klukkustundir. Gúrkutíðarfrétt fyrir reykvíska, ætla ég, þó svo Reykjavík hefði hljómað eins og Rama í sömu sporum. Jæja, strump með það. Hitt vita aftur færri að yzt í bænum var vatnslaust í um fjórtán tíma svo þurfti að brjóta vakir til að fá vatn. Þetta er af fyrstu hendi, vel að merkja, þar sem ég mátti sækja vatn í Bakkalækinn morguninn eftir til að geta skolað niður úr klósettinu.