Ókeypis letur? Í alvöru?

20. apríl 2010

Times New Roman. ZZZ… Arial. Boooring… Comic Sans. Ekkert gaman. Cambria. Euuhhh…

Arkandis Digital Foundry. *blink* *blink* Úr hvaða sauðarlegg kom nú þetta?

ADF er frönsk letursmiðja sem dreifir letri sínu ókeypis. Megnið af því er leyfisbundið GPL (General Public License) með leturviðauka (font exception) sem leyfir þér að nota og vinna með letrið og gefa öðrum af næstum að vild þinni. Hér undir nefni ég þrennt:

Baskervald ADF er í ætt við frægt bókletur, Baskerville. Það er til sem rétt og skáletur í þrem þykktum.

Gillius ADF er mjög í stíl við enska letrið Gill Sans sem Orkuveita Reykjavíkur hefur valið sem fyrirtækisletur.
Universalis ADF líkist töluvert letrinu Futura (sjá gamla Ikea-lista) í svip. Það er til í öllum átta samsetningunum af skáletri, feitu og þrengdu.

Allt gjafaletur ADF má nota sem vefletur. Við sjáum svo til hvað ég nefni næst og hvenær.Lokað er fyrir ummæli.