Linux Libertine/Biolinum

21. apríl 2010

Linux Libertine er bókletur sem ætlað er að keppa við Times New Roman. Það er sem sé ekki ráðist á lægsta hluta garðsins. Letrinu er dreift undir tvennum leyfum: GPL með leturviðauka og OFL (Open Font License).
Í pakkanum er upprétt og skáletur, hvorttveggja og feitt. Að auki eru smækkaðir hástafir (SmallCaps). Það er í sömu hlutföllum og Times New Roman en minnir meira á blöndu af Garamond og Goudy. Ekki leiðum að líkjast.
Að auki er þarna nýtt steinskriftarletur (sans-serif): Linux Biolinum. Enn sem komið er, er það aðeins til sem upprétt og feitt. Það minnir ögn á Optima í framhjáhlaupi.Lokað er fyrir ummæli.