Mjög líklega. Letrið DejaVu er byggt á Bitstream Vera sem Bitstream gaf frjálst um 2003. DejaVu hentar vel sem vefletur og spannar hér um bil allt rófið af latneskum, grískum og kyrílskum stöfum ásamt fjölda tákna og mynda (dingbats).

Í pakkanum er bókskrift, steinskrift og jafnbila letur, upprétt, ská og feitt. Bók- og steinskriftin er og þrengd (condensed).

Letrinu er dreift með sama leyfi og Bitstream Vera.



Lokað er fyrir ummæli.