Eigi veit ek það svo gjörla, en hitt veit ek at biflíustofnun ein gjörir gott letur.

Summer Institute of Learning (SIL International) sinnir leturgerð vegna biblíustarfsemi sinnar á fjarlægum svæðum. Þeirra frægasta letur er líklega Gentium (letur þjóðanna).

Gentium er bókletur með latneskum, grískum og kyrílskum stöfum og er til sem upprétt og skáletur í tveim afbrigðum með misháum broddum.

Að auki er til Gentium Basic sem hefur eingöngu latneska stafi en býður aukreitis upp á feitt letur. Það er til í tveim misþungum útgáfum.Lokað er fyrir ummæli.