Algjör gríska

27. apríl 2010

Þetta sinn er Greek Font Society í geisla vasaljóssins. GFS hefur það hlutverk að rannsaka og þróa gríska prentlist. Leturgerð er einn þáttur þess. Skrifirðu grísku, er líklega erfitt að finna fjölbreyttara letur en þeirra.

Það sem vakti helst athygli mína var 20.-aldar bókletrið Artemisia með sínum grísku sveigjum, steinskriftin Neohellenic og höfuðstafaletrið Ambrosia og Garaldus.
Notkun letursins er bundin skilmálum OFL.Lokað er fyrir ummæli.