Aftur í Eyjahafið
28. apríl 2010
George Douros heitir grískur leturhöfundur. Sá hefur teiknað ýmist táknletur og grískt ritletur.
Vanti þig Maya-rúnir, þó ekki sé nema til skrauts, fleygrúnir, helgirúnir eða forn tónlistartákn, er þetta rétti staðurinn.
Leyfisskilmálar eru einfaldir: Þú mátt gera næstum hvað sem er við letrið og með því.