Júní…hvað?
29. apríl 2010
Junicode er leturgerð ætluð aðallega til að skrifa upp engilsaxnesk miðaldahandrit en er einnig nothæf til að ljá vissan enskan blæ. Þ-ið er engilsaxneskt, þ.e. með upplyftum belg.
Letrið er bókletur (serif) og er til sem upprétt, skáletur og feitt.
Junicode er bundið leyfinu GPL.