Áfangastaður: Pólland, hvar maður, Janusz Marian Nowacki að nafni, á sér heimili. Prentari og setjari að atvinnu, letursmiður af áhuga. Hann hefur endurvakið ýmist pólskt letur.

Antykwa Toruńska og Antykwa Półtawskiego eru hvort tveggja bókletur (serif). Hið fyrra er upprétt og skáletur í fjórum þykktum og þrengdu (condensed), hið seinna í tveim. Enn er hið þriðja, Cyklop, mjög feitt fyrirsagnaletur.

Hættirðu þér á pólsku síðuna, muntu finna tvær leturgerðir til: Kurier og Iwona. Báðar flokkast sem steinskrift (sans-serif). Þær eru til sem upprétt og skáletur í fimm þykktum og þrengdu.

Letrið er falt skv. leyfisskilmálum GUST (félags TeX-notenda í Póllandi), sem notar LaTeX-leyfið sem fyrirmynd. Það ætti að vera flestu letri hentugra til að setja texta á pólsku.Lokað er fyrir ummæli.