Með Fuji baksviðs

2. maí 2010

Gutenberg Labo er staðsett í Japan. Vanti þig Lykla Salómons, númeraplötuletur á nýja módel-Porsche-inn eða hiragana/katakana-letur, líttu þá við hér.

GL-Nummernschild er byggt á þýska númeraplötuletrinu. GL-Tsukiji-línan hefur eingöngu japanska stafi. GL-DancingMen er fyrir lesendur Sherlock Holmes.

Wadalab-líkt leyfi gildir á öllu letri. Þú mátt nota það til hvers sem er og útbýta því hvernig sem er, óbreytt eður ei.Lokað er fyrir ummæli.