Alte Haas Grotesk
6. október 2010
Þessi útgáfa af gömlu Helvetica-líku steinskriftarletri (sans-serif) var sett saman af grafíkhönnuðinum Yann Le Coroller.
Þetta er bara svalt. Ekkert minna en það. Og svo má nota það alveg ókeypis.
Letrið er á TrueType-formi í tveim skrám: Venjulegt og feitt. Það er að finna t.d. á dafont.com.