Djók… eða hvað?
24. nóvember 2010
Einn daginn ákváðu Bill Gates, Steve Jobs og Linus Torvalds að slíðra sverðin og fara út á vatn að veiða bassa. Eins og stundum er siður hjá Kananum, höfðu þeir með sér hálfan hafsjó af bjórlapi.
Eftir drykklanga stund varð Linus Torvalds mál. Hann stökk út úr bátnum, hljóp í land, mé stórri bunu og hljóp út í bátinn aftur.
Nokkru síðar varð Steve Jobs mál. Hann steig út úr bátnum, gekk í land, tæmdi blöðruna og gekk út í bát.
Bill Gates hélt lengst út, en samt kom röðin að honum. Hann ákvað að leika sama leikinn… og pompaði ofan í með stórri gusu.
Meðan Bill barðist um í vatninu, leit Steve á Linus og sagði: “Við hefðum kannske átt að segja honum frá stiklusteinunum.”
Linus deplaði augunum og spurði svo með undrunarsvip: “Hvaða stiklusteinum?”