Stál við stál - St37k og St32k
13. desember 2010
Höfundur: Uwe Borchert
Leyfi: SIL OFL
Leturgerðir: Tvær.
St37k er ekki lengur einungis smíðastál. Nú er það einnig endursköpun á letrinu Stahl eftir Rudolf Koch. Hvort tveggja er hástafaletur og er St32k nokkru feitara. Hugmyndin er sú að það taki hlutverk smástafa með St37k þar sem þeirra er óskað.