Ljóð um þig
29. október 2010
Ég gerði svo vel um daginn og rölti við hjá Pétri í Tónspil og keypti plötuna Ljóð um þig. Þarna er hljómsveitin Nefndin að flytja lögin hans Bjartmars. Síðan hefur Kaffi Tröð bara setið fast í hausnum á mér.
Liberation Mono/Sans/Serif
29. október 2010
Höfundur: Ascender Corp.
Leyfi: GPL v2 með frávikum
Leturgerðir: Sextán: Jafnbila, steinskrift, þröng steinskrift og bókletur sem venjulegt og feitt upprétt og skáletur.
Liberation-letrið á að geta komið í stað Courier, Arial, Arial Narrow og Times New Roman án þess að texti raskist. Bókletrið finnst mér fremur hart og bítandi á skjánum. Liberation-letrið er svo líkt ChromeOS-letrinu að þvi síðarnefnda (Cousine, Arimo og Tinos) er best lýst sem aukinni útgáfu af því fyrrnefnda.
Aðalgeymsla Liberation-letursins er hjá Fedora.
Vollkorn
28. október 2010
Höfundur: Friedrich Althausen
Leyfi: SIL OFL
Leturgerðir: Fjórar - Venjulegt og feitt upprétt og skáletur
Í germönskum málum er orðið brauðletur haft um letur til að prenta meginmál bókar. Hérna fáið þið heilhveitibrauðletur par exelans.
Mops Antiqua
23. október 2010
Höfundur: Uwe Borchert.
Leyfi: SIL OFL.
Leturgerðir: Ein.
Mér virðist Mops Antiqua fremur Art Nouveau en Jugendstil. Þrátt fyrir nafnið (seppi eða hvutti) er þetta algert lambakjöt.
Að hreinsa milli hnappa
22. október 2010
Eyrnapinnar og spritt duga til að hreinsa milli hnappa á hnappaborði.
Heimild: Chosun Ilbo.
Dregið úr fisklykt
19. október 2010
Skerðu fiskinn í nokkur stykki og vættu vel í mjólk fyrir suðu.
Heimild: Chosun Ilbo.
Að eyða hlandlykt
13. október 2010
Edikblanda (1 hl. edit, 4 hl. vatn) eyðir hlandlykt úr gólfteppinu. Gott að vita fyrir dýraeigendur.
Heimild: Chosun Ilbo.
Alte Haas Grotesk
6. október 2010
Þessi útgáfa af gömlu Helvetica-líku steinskriftarletri (sans-serif) var sett saman af grafíkhönnuðinum Yann Le Coroller.
Þetta er bara svalt. Ekkert minna en það. Og svo má nota það alveg ókeypis.
Letrið er á TrueType-formi í tveim skrám: Venjulegt og feitt. Það er að finna t.d. á dafont.com.
Hei! Monkís!
4. október 2010
“Hei! Monkís!
Hérna erum við!
Við ökum í Heljarbílnum
yfir dali’ og fjöll!”
Heljarbíllinn var hræ af gemsa eða sévra sem lá bak við Glerárgötu 1 á Akureyri.
Ný útgáfa af FreeSerif, FreeSans og FreeMono
1. október 2010
GNU-letrið svokallaða kom út í nýrri útgáfu 19. september með ýmsum breytingum og viðaukum.
Letrið er byggt á URW Nimbus Serif#9/Sans/Mono og líkist helst Times Roman, Helvetica og Courier.
Íslenskur spegill: rhnet.is. Skrárnar eru dagsettar 20100919. Líklega munu flestir sækjast eftir freefont-otf-20100919.zip.