Veðurskipti

28. september 2017

Hætti að rigna um tvö og reif af. Sást til sólar upp úr þrjú og nú er glaðasólskin. E-en, Norðfjörðurinn er kolmórauður og það gutlar í grasflötum. Hellisfjörður og Viðfjörður, aldrei hef ég séð litaðan sjó úr þeim.

Horfið hús

27. september 2017

Nú er búið að rífa hússkömmina sem stóð milli núverandi vínbúðar/apóteks og Olís. Þá þarf maður ekki lengur að fara út á götu til að sjá hvaða umferð kemur að innan og hvort nokkur tími sé til að skondra yfir götuna eða inn á Olís.

Þvílík drift á karli!

27. september 2017

Að hreint út steingleyma að hafa blogg í eigin nafni lýsir manni ekki vel. Nújæja.