Krían…

30. apríl 2019

… heyrðist og sást við utanverðan Reyðarfjörð í dag.

Hei! Monkís!

4. október 2010

“Hei! Monkís!
Hérna erum við!
Við ökum í Heljarbílnum
yfir dali’ og fjöll!”

Heljarbíllinn var hræ af gemsa eða sévra sem lá bak við Glerárgötu 1 á Akureyri.

Í litlum bæ

8. maí 2010

Að standa berfættur á grasinu um lágnætti, finna hæga goluna á húðinni og hlusta á lækinn þvaðra og hrossagaukana hneggja. Hver þarf þá heimabíó með 60″ plasmaskjá og 7.1 hátalara?