Kilauea

6. mars 2011

Kilauea er ákaflega virkt eldfjall á Hawai’i og reynir sífellt að stækka eyjuna til austurs. Í gær urðu þau ósköp að fjallið tæmdist af hraunkviku svo ákafliga að slokurnar bergmáluðu upp úr átján öðrum eldfjöllum og hraunþak féll á einum gíg fjallsins er engin var kvikan til að styðja. Þótti það slík undur að aldrei munu ske.

Kirishima í fáum orðum

27. janúar 2011

Kirishima er fjallaklasi á Kyushu-eyju syðst í Japan. Þar eru virk eldfjöll, og er Shinmoe-dake (Shinmoe-tindur) eitt þeirra, en þar gýs nú.

Fréttamynd af gosinu
Rökkurmyndir teknar 26. janúar

Snellingör

15. maí 2010

Þetta myndband (http://vimeo.com/11673745) ætti að vera hið opinbera tónlistarmyndband fyrir Kolniðinn hans Jónsa.

Hann var góður, þessi!

21. apríl 2010

http://www.thedailyshow.com/watch/mon-april-19-2010/volcanolypse-2010

Að bera fram nafnið Eyjafjallajökull er ekki öllum hent. Það er sko víst. Og svo kynnir þulurinn til sögu Hina Réttu Grafík fyrir umfjöllun um gosið. Ekki við hæfi kviðveikra og nýuppskorinna.

Sjá http://scienceblogs.com/eruptions/, en það eru reyndar fleiri eldfjöll óróleg eða virk en hann Eyji okkar.