Óhreinn kopar?
5. desember 2011
Óhrein eldhúsáhöld úr kopar er gott að hreinsa með sítrónusafa.
Heimild: Chosun Ilbo.
Ekki að berja á puttann…
3. mars 2011
…heldur að nota spóakjaft (langa, mjóa töng) til að halda á naglanum. Kunnirðu að beita matprjónum, eru þeir einnig hentugir.
Heimild: Chosun Ilbo.
Haltu húðinni rakri í vetur…
29. nóvember 2010
…með því að drekka að minnsta kosti einn lítra af vatni á dag. Haltu og hitastiginu inni í um 20 gráðum og rakastiginu í um 60%. Það hjálpar.
Heimild: Chosun Ilbo.
Að fjarlægja ryð
24. nóvember 2010
Tannkrem, a.m.k. sumar tegundir, má vel nota til að nudda ryð af hlutum.
Heimild: Chosun Ilbo.
Að hreinsa milli hnappa
22. október 2010
Eyrnapinnar og spritt duga til að hreinsa milli hnappa á hnappaborði.
Heimild: Chosun Ilbo.
Dregið úr fisklykt
19. október 2010
Skerðu fiskinn í nokkur stykki og vættu vel í mjólk fyrir suðu.
Heimild: Chosun Ilbo.
Að eyða hlandlykt
13. október 2010
Edikblanda (1 hl. edit, 4 hl. vatn) eyðir hlandlykt úr gólfteppinu. Gott að vita fyrir dýraeigendur.
Heimild: Chosun Ilbo.
Daginn eftir kvöldið áður…
15. september 2010
Borðaðu vítamínríkan mat og drekktu mikið vatn til að líkaminn eigi betur með að brjóta niður alkóhól og skola því niður.
Heimild: Chosun Ilbo.
Að bjarga blautum gemsa
9. september 2010
Takið rafhlöðuna strax úr, þurrkið af allan sýnilegan raka og og setjið símann í lofthelt ílát með rakadrægu efni (t.d. heilum, þurrum hrísgrjónum) í um sólarhring.
Heimild: Chosun Ilbo.
Samfastar skálar eða diskar?
31. júlí 2010
Setjið staflann í heitt vatn og hellið köldu vatni yfir. Við það ætti það efsta að skreppa saman og það neðsta að víkka aðeins, nóg til að ná staflanum í sundur.
Heimild: Chosun Ilbo.