Úr leirhúsinu…

3. ágúst 2012

Nú hefur það skeð sem ég hélt seint verða: Adobe Inc. hefur sent frá sér letur bundið OFL-leyfinu. Source Sans Pro er steinskrift í sex þykktum og eru þær allar í uppréttu og skáletri.
Sjá nánar: http://blogs.adobe.com/typblography/2012/08/source-sans-pro.html

Heyrðu, hr. Roboto…

19. febrúar 2012

Roboto er staðalletrið í Android-rjómaíssamlokunni. Það minnir helst á Univers með dráttum úr Helvetica. Í pakkanum eru tvær þykktir af þéttu (condensed) letri og sex af venjulegu, allt með viðeigandi skáletri; samtals sextán fontar.
Leyfi:Sama og aðrir hlutar Android?
Slóð: http://developer.android.com/design/style/typography.html

Ubuntu v0.80

2. október 2011

Enn er aukið við Ubuntu-steinskriftina. Að þessu sinni ber mest á jafnbilsletrinu Ubuntu Mono, en Ubuntu er annars orðið veldannað í kyrillískum, grískum og latínustöfum.

Ubuntu? Letur?

13. júní 2011

Ojú. Það er meira við Ubuntu en bara ágætis Linux-distró. Ubuntu fékk sem sé Dalton Maag til að setja saman steinskriftarletur fyrir sig. Það heitir einnig Ubuntu. Í gær stóð það í útgáfu 0.71.2 og var upprétt og skáletur í fjórum þykktum.

Leyfi: Tilbrigði við SIL OFL sem, muni ég rétt, heimilar sölu á letrinu.

Linux Libertine v5

12. júní 2011

Jæja… Nú er libertíninn kominn upp í útgáfu 5. Bæði Biolinum og Libertine hafa fengið viðauka og upplyftingu.

Höfundur: Uwe Borchert
Leyfi: SIL OFL
Leturgerðir: Tvær.

St37k er ekki lengur einungis smíðastál. Nú er það einnig endursköpun á letrinu Stahl eftir Rudolf Koch. Hvort tveggja er hástafaletur og er St32k nokkru feitara. Hugmyndin er sú að það taki hlutverk smástafa með St37k þar sem þeirra er óskað.

Liberation Mono/Sans/Serif

29. október 2010

Höfundur: Ascender Corp.
Leyfi: GPL v2 með frávikum
Leturgerðir: Sextán: Jafnbila, steinskrift, þröng steinskrift og bókletur sem venjulegt og feitt upprétt og skáletur.

Liberation-letrið á að geta komið í stað Courier, Arial, Arial Narrow og Times New Roman án þess að texti raskist. Bókletrið finnst mér fremur hart og bítandi á skjánum. Liberation-letrið er svo líkt ChromeOS-letrinu að þvi síðarnefnda (Cousine, Arimo og Tinos) er best lýst sem aukinni útgáfu af því fyrrnefnda.

Aðalgeymsla Liberation-letursins er hjá Fedora.

Vollkorn

28. október 2010

Höfundur: Friedrich Althausen
Leyfi: SIL OFL
Leturgerðir: Fjórar - Venjulegt og feitt upprétt og skáletur

Í germönskum málum er orðið brauðletur haft um letur til að prenta meginmál bókar. Hérna fáið þið heilhveitibrauðletur par exelans.

Mops Antiqua

23. október 2010

Höfundur: Uwe Borchert.
Leyfi: SIL OFL.
Leturgerðir: Ein.

Mér virðist Mops Antiqua fremur Art Nouveau en Jugendstil. Þrátt fyrir nafnið (seppi eða hvutti) er þetta algert lambakjöt.

Alte Haas Grotesk

6. október 2010

Þessi útgáfa af gömlu Helvetica-líku steinskriftarletri (sans-serif) var sett saman af grafíkhönnuðinum Yann Le Coroller.

Þetta er bara svalt. Ekkert minna en það. Og svo má nota það alveg ókeypis.

Letrið er á TrueType-formi í tveim skrám: Venjulegt og feitt. Það er að finna t.d. á dafont.com.