Phrasing! #1

22. apríl 2019

Seems everyone has to have odd Icelandic phrases translated into English.

  1. Ice in a bread (is-IS = ís í brauði), n. Soft-serve (autodog) ice cream in a cone.
  2. There is many an odd thing in the cow’s head (is-IS = Það er margt skrýtið í kýrhausnum) There are many weird and strange things going on in the world.
  3. To fall on one’s butt with something (is-IS = að renna á rassinn með eitthvað), v. To end something (a task) with a failure.
  4. To speak with somebody with two ram’s horns (is-IS = að tala við e:n með tveim hrútshornum), v. To offer someone fistfuls of violence.
  5. Post card weather (is-IS = póstkortaveður), n. The kind of weather you normally see only on post cards.
  6. Hookerable (is-IS = mellufær), adj. Knows the bare basics of something, say, a language; just enough to pick up a hooker.
  7. Boathooker (is-IS = bátamella), n. A seaman that moves between several boats, like when relieving others.
  8. Radio clock (is-IS = útvarpsklukka), n. 24-hour clock; military clock.
  9. Slaughter (is-IS = slátur), n. Blood pudding and/or liver sausage. The latter resembles haggis if seen from far enough away.
  10. Beak oil (is-IS = goggolía), n. Gin.
  11. Thundercart (is-IS = skruggukerra), n. A powerful automobile.
  12. To pour from one’s bowls of wrath over sby (is-IS = að hella úr skálum reiði sinnar yfir e:n), v. To chew out some poor s.o.b.

Nýyrði dagsins

19. mars 2019

Nornanærur, no. Plastpokar og þ.u.l. sem hefur fokið burtu og hangir nú og flaksast á trjám og runnum.

Og sígur enn!

9. október 2017

Jú, Sandskeiðið – það á Norðfjarðarvegi – er enn að síga til sjávar og slíta stykki úr veginum. Enn ein ástæða til að fagna nýju göngunum.

Þvílík drift á karli!

27. september 2017

Að hreint út steingleyma að hafa blogg í eigin nafni lýsir manni ekki vel. Nújæja.

Fimm tímar eða fjórtán?

13. desember 2013

Svo sem sjá má ( http://www.ruv.is/frett/thurftu-ad-braeda-snjo-i-pottum ) var vatnslaust á Neskaupstað í vikunni í þetta fimm klukkustundir. Gúrkutíðarfrétt fyrir reykvíska, ætla ég, þó svo Reykjavík hefði hljómað eins og Rama í sömu sporum. Jæja, strump með það. Hitt vita aftur færri að yzt í bænum var vatnslaust í um fjórtán tíma svo þurfti að brjóta vakir til að fá vatn. Þetta er af fyrstu hendi, vel að merkja, þar sem ég mátti sækja vatn í Bakkalækinn morguninn eftir til að geta skolað niður úr klósettinu.

Engan súludans hér?

11. júlí 2013

pict0001.jpgSá þetta merki í gærdag þegar ég var á röltinu um bæinn. Sem vonlegt var varð ég allhissa, enda ekkert heyrt né séð um ný bannmerki. Pressan.is (q.v.) fann út hvað var á seyði. Mig hálfrámaði í að hafa heyrt í sjúkravélinni á Eistnaflugi í fyrra en hafði ekkert heyrt meira.

…finn ég neistann…

3. ágúst 2012

Jæjanú. Þá er Neistaflugið að bresta á af fullum þunga og ég kominn í bakkakommalitinn. Hugsa ég tölti inn í bæ í kvöld og hlusti ögn á Coney Island Babies.

Mjólkurpokar?

18. mars 2012

Áður en mjólkurbúið á Egilsstöðum fernuvæddist var mjólkin seld í pokum. Hvar annarsstaðar tíðkaðist það?

Á minni ævi man ég eftir einum jarðskjálfta sem ég fann sjálfur, og sá náði 2 á EMS98-kvarðanum. Sá átti að mig minnir upptök í Rósagarðinum.

Edit: Fann færslu um hann um daginn. Hann var að kvöldi 31. janúar 2005 á Jan Mayen-hryggnum.

Tiltikin skróggari

16. júlí 2011

Gamli Jón sagði svo: “Íslenska sauðféð er svo feitt að fimmtíu merkur af mör er ekki sjaldséð og sextíu merkur sæjust, en þá væri mörinn svo meyr að þyrfti að ausa honum úr belgnum.”