Mjólkurpokar?

18. mars 2012

Áður en mjólkurbúið á Egilsstöðum fernuvæddist var mjólkin seld í pokum. Hvar annarsstaðar tíðkaðist það?

Á minni ævi man ég eftir einum jarðskjálfta sem ég fann sjálfur, og sá náði 2 á EMS98-kvarðanum. Sá átti að mig minnir upptök í Rósagarðinum.

Edit: Fann færslu um hann um daginn. Hann var að kvöldi 31. janúar 2005 á Jan Mayen-hryggnum.

Heyrðu, hr. Roboto…

19. febrúar 2012

Roboto er staðalletrið í Android-rjómaíssamlokunni. Það minnir helst á Univers með dráttum úr Helvetica. Í pakkanum eru tvær þykktir af þéttu (condensed) letri og sex af venjulegu, allt með viðeigandi skáletri; samtals sextán fontar.
Leyfi:Sama og aðrir hlutar Android?
Slóð: http://developer.android.com/design/style/typography.html

Óhreinn kopar?

5. desember 2011

Óhrein eldhúsáhöld úr kopar er gott að hreinsa með sítrónusafa.

Heimild: Chosun Ilbo.

Ubuntu v0.80

2. október 2011

Enn er aukið við Ubuntu-steinskriftina. Að þessu sinni ber mest á jafnbilsletrinu Ubuntu Mono, en Ubuntu er annars orðið veldannað í kyrillískum, grískum og latínustöfum.

Tiltikin skróggari

16. júlí 2011

Gamli Jón sagði svo: “Íslenska sauðféð er svo feitt að fimmtíu merkur af mör er ekki sjaldséð og sextíu merkur sæjust, en þá væri mörinn svo meyr að þyrfti að ausa honum úr belgnum.”

Tuttugu tímar af þögn

4. júlí 2011

Jamm, útvarp allra landsmanna heyrðist loks aftur á FM austanlands skömmu fyrir kl. 11. Langbylgjan var í lagi allan tímann sem betur fer, en þvílíkt Ramakvein sem orðið hefði, hefðu sendarnir þagnað suðvestanlands.

Eins og svo oft áður, voru Bylgjan og 957 í loftinu á FM nær allan tímann.

Þunnt hljóð í lofti

3. júlí 2011

Það fyrsta sem ég sá um útvarps- og sjónvarpsleysið hér fyrir austan var frétt á ruv.is nær fjórum tímum eftir að allt datt út.

Ubuntu? Letur?

13. júní 2011

Ojú. Það er meira við Ubuntu en bara ágætis Linux-distró. Ubuntu fékk sem sé Dalton Maag til að setja saman steinskriftarletur fyrir sig. Það heitir einnig Ubuntu. Í gær stóð það í útgáfu 0.71.2 og var upprétt og skáletur í fjórum þykktum.

Leyfi: Tilbrigði við SIL OFL sem, muni ég rétt, heimilar sölu á letrinu.

Linux Libertine v5

12. júní 2011

Jæja… Nú er libertíninn kominn upp í útgáfu 5. Bæði Biolinum og Libertine hafa fengið viðauka og upplyftingu.