Þunnt hljóð í lofti
3. júlí 2011
Það fyrsta sem ég sá um útvarps- og sjónvarpsleysið hér fyrir austan var frétt á ruv.is nær fjórum tímum eftir að allt datt út.
Ubuntu? Letur?
13. júní 2011
Ojú. Það er meira við Ubuntu en bara ágætis Linux-distró. Ubuntu fékk sem sé Dalton Maag til að setja saman steinskriftarletur fyrir sig. Það heitir einnig Ubuntu. Í gær stóð það í útgáfu 0.71.2 og var upprétt og skáletur í fjórum þykktum.
Leyfi: Tilbrigði við SIL OFL sem, muni ég rétt, heimilar sölu á letrinu.
Linux Libertine v5
12. júní 2011
Jæja… Nú er libertíninn kominn upp í útgáfu 5. Bæði Biolinum og Libertine hafa fengið viðauka og upplyftingu.
Kilauea
6. mars 2011
Kilauea er ákaflega virkt eldfjall á Hawai’i og reynir sífellt að stækka eyjuna til austurs. Í gær urðu þau ósköp að fjallið tæmdist af hraunkviku svo ákafliga að slokurnar bergmáluðu upp úr átján öðrum eldfjöllum og hraunþak féll á einum gíg fjallsins er engin var kvikan til að styðja. Þótti það slík undur að aldrei munu ske.
Ekki að berja á puttann…
3. mars 2011
…heldur að nota spóakjaft (langa, mjóa töng) til að halda á naglanum. Kunnirðu að beita matprjónum, eru þeir einnig hentugir.
Heimild: Chosun Ilbo.
Kirishima í fáum orðum
27. janúar 2011
Kirishima er fjallaklasi á Kyushu-eyju syðst í Japan. Þar eru virk eldfjöll, og er Shinmoe-dake (Shinmoe-tindur) eitt þeirra, en þar gýs nú.
Stál við stál - St37k og St32k
13. desember 2010
Höfundur: Uwe Borchert
Leyfi: SIL OFL
Leturgerðir: Tvær.
St37k er ekki lengur einungis smíðastál. Nú er það einnig endursköpun á letrinu Stahl eftir Rudolf Koch. Hvort tveggja er hástafaletur og er St32k nokkru feitara. Hugmyndin er sú að það taki hlutverk smástafa með St37k þar sem þeirra er óskað.
Nefndin - “Kaffi Tröð”
5. desember 2010
Mikið rosalega hefur Nefndinni tekist vel upp við að endurútsetja lagið “Kaffi Tröð”. Það er enn í Topp10 hjá mér.
Haltu húðinni rakri í vetur…
29. nóvember 2010
…með því að drekka að minnsta kosti einn lítra af vatni á dag. Haltu og hitastiginu inni í um 20 gráðum og rakastiginu í um 60%. Það hjálpar.
Heimild: Chosun Ilbo.
Djók… eða hvað?
24. nóvember 2010
Einn daginn ákváðu Bill Gates, Steve Jobs og Linus Torvalds að slíðra sverðin og fara út á vatn að veiða bassa. Eins og stundum er siður hjá Kananum, höfðu þeir með sér hálfan hafsjó af bjórlapi.
Eftir drykklanga stund varð Linus Torvalds mál. Hann stökk út úr bátnum, hljóp í land, mé stórri bunu og hljóp út í bátinn aftur.
Nokkru síðar varð Steve Jobs mál. Hann steig út úr bátnum, gekk í land, tæmdi blöðruna og gekk út í bát.
Bill Gates hélt lengst út, en samt kom röðin að honum. Hann ákvað að leika sama leikinn… og pompaði ofan í með stórri gusu.
Meðan Bill barðist um í vatninu, leit Steve á Linus og sagði: “Við hefðum kannske átt að segja honum frá stiklusteinunum.”
Linus deplaði augunum og spurði svo með undrunarsvip: “Hvaða stiklusteinum?”