Að fjarlægja ryð
24. nóvember 2010
Tannkrem, a.m.k. sumar tegundir, má vel nota til að nudda ryð af hlutum.
Heimild: Chosun Ilbo.
Áhrif jarðskjálfta
18. nóvember 2010
Á vefsíðu japönsku veðurstofunnar um hamfaraeftirlit stofnunarinnar má finna laglega mynd af áhrifum jarðskjálfta með útskýringum (á ensku) á skalanum sem sýndur er. Vel þess virði að kíkja á.
Útvarp Kántrýbær
9. nóvember 2010
Þá hef ég sannað fyrir sjálfum mér að ég get hlustað á Útvarp Kántrýbæ í vafranum. Væri nú bara hægt að hlusta á Gufuna *utan* vafrans…
Winamp-playlisti fyrir PLÚS987
8. nóvember 2010
Vistið eftirfarandi texta sem PLUS987.pls:
[playlist]
NumberOfEntries=1
File1=http://93.95.224.142:8000/
Ljóð um þig
29. október 2010
Ég gerði svo vel um daginn og rölti við hjá Pétri í Tónspil og keypti plötuna Ljóð um þig. Þarna er hljómsveitin Nefndin að flytja lögin hans Bjartmars. Síðan hefur Kaffi Tröð bara setið fast í hausnum á mér.
Liberation Mono/Sans/Serif
29. október 2010
Höfundur: Ascender Corp.
Leyfi: GPL v2 með frávikum
Leturgerðir: Sextán: Jafnbila, steinskrift, þröng steinskrift og bókletur sem venjulegt og feitt upprétt og skáletur.
Liberation-letrið á að geta komið í stað Courier, Arial, Arial Narrow og Times New Roman án þess að texti raskist. Bókletrið finnst mér fremur hart og bítandi á skjánum. Liberation-letrið er svo líkt ChromeOS-letrinu að þvi síðarnefnda (Cousine, Arimo og Tinos) er best lýst sem aukinni útgáfu af því fyrrnefnda.
Aðalgeymsla Liberation-letursins er hjá Fedora.
Vollkorn
28. október 2010
Höfundur: Friedrich Althausen
Leyfi: SIL OFL
Leturgerðir: Fjórar - Venjulegt og feitt upprétt og skáletur
Í germönskum málum er orðið brauðletur haft um letur til að prenta meginmál bókar. Hérna fáið þið heilhveitibrauðletur par exelans.
Mops Antiqua
23. október 2010
Höfundur: Uwe Borchert.
Leyfi: SIL OFL.
Leturgerðir: Ein.
Mér virðist Mops Antiqua fremur Art Nouveau en Jugendstil. Þrátt fyrir nafnið (seppi eða hvutti) er þetta algert lambakjöt.
Að hreinsa milli hnappa
22. október 2010
Eyrnapinnar og spritt duga til að hreinsa milli hnappa á hnappaborði.
Heimild: Chosun Ilbo.
Dregið úr fisklykt
19. október 2010
Skerðu fiskinn í nokkur stykki og vættu vel í mjólk fyrir suðu.
Heimild: Chosun Ilbo.