Að eyða hlandlykt
13. október 2010
Edikblanda (1 hl. edit, 4 hl. vatn) eyðir hlandlykt úr gólfteppinu. Gott að vita fyrir dýraeigendur.
Heimild: Chosun Ilbo.
Alte Haas Grotesk
6. október 2010
Þessi útgáfa af gömlu Helvetica-líku steinskriftarletri (sans-serif) var sett saman af grafíkhönnuðinum Yann Le Coroller.
Þetta er bara svalt. Ekkert minna en það. Og svo má nota það alveg ókeypis.
Letrið er á TrueType-formi í tveim skrám: Venjulegt og feitt. Það er að finna t.d. á dafont.com.
Hei! Monkís!
4. október 2010
“Hei! Monkís!
Hérna erum við!
Við ökum í Heljarbílnum
yfir dali’ og fjöll!”
Heljarbíllinn var hræ af gemsa eða sévra sem lá bak við Glerárgötu 1 á Akureyri.
Ný útgáfa af FreeSerif, FreeSans og FreeMono
1. október 2010
GNU-letrið svokallaða kom út í nýrri útgáfu 19. september með ýmsum breytingum og viðaukum.
Letrið er byggt á URW Nimbus Serif#9/Sans/Mono og líkist helst Times Roman, Helvetica og Courier.
Íslenskur spegill: rhnet.is. Skrárnar eru dagsettar 20100919. Líklega munu flestir sækjast eftir freefont-otf-20100919.zip.
Daginn eftir kvöldið áður…
15. september 2010
Borðaðu vítamínríkan mat og drekktu mikið vatn til að líkaminn eigi betur með að brjóta niður alkóhól og skola því niður.
Heimild: Chosun Ilbo.
Að bjarga blautum gemsa
9. september 2010
Takið rafhlöðuna strax úr, þurrkið af allan sýnilegan raka og og setjið símann í lofthelt ílát með rakadrægu efni (t.d. heilum, þurrum hrísgrjónum) í um sólarhring.
Heimild: Chosun Ilbo.
BBC Reydarfjordur
25. ágúst 2010
Í hafnarmyndavél Fjarðabyggðar á Reyðarfirði má sjá þetta fraktskip þar sem það liggur með brotinn gír.
Samfastar skálar eða diskar?
31. júlí 2010
Setjið staflann í heitt vatn og hellið köldu vatni yfir. Við það ætti það efsta að skreppa saman og það neðsta að víkka aðeins, nóg til að ná staflanum í sundur.
Heimild: Chosun Ilbo.
Blettir í leðuráklæði
29. júlí 2010
Fjarlægðu blettina með leðurhreinsi og strjúktu svo yfir með skóáburði samlitum áklæðinu.
Heimild: Chosun Ilbo.
Kók virkar gegn kalksteini.
15. júlí 2010
Staðið kók eða klórblandað vatn leysir upp kalkstein í salernum.
Heimild: Chosun Ilbo.
Það má semsagt nota staðið kók til fleiri hluta en að verka dauðar flugur af framrúðunni.