Antykwa Półtawskiego

2. júlí 2010

Nú hefur þetta letur (Antykwa Półtawskiego) heldur betur fengið andlitslyftingu. Það er nú í fjórum þykktum (Light, Book, Medium og Bold) og fimm breiddum (Condensed, Semi-condensed, normal, Semi-expanded og Expanded), allt saman upprétt og skáletur (italic). Samanlagt eru það fjörutíu leturskrár.

Að auki hafa Iwona og Kurier fengið smáendurbætur.

Letrið fæst sem TeX-letur, TrueType og PostScript OpenType skv. GUST-leyfinu.

Við að grilla fisk

28. júní 2010

Fiskur festist síður og lyktar minna, sé borinn á hann nýr sítrónusafi.

Heimild: Chosun Ilbo.

Þá er reynandi að stinga oddinum á kaf í sígarettufilter og snúa honum hratt.

Heimild: Chosun Ilbo

Að rykhreinsa húsgögn

28. maí 2010

Vefðu dagblaðapappír utan um prik, bleyttu í og rúllaðu létt yfir húsgögnin.

Heimild: Chosun Ilbo

Sértu nýbúin(n) að skera laukinn, skerðu gulrætur strax á eftir. Lauklyktin hverfur af hnífnum við það.

Heimild: Chosun Ilbo.

Dýfðu oddinum, fyrst í heitt vatn, svo í kalt vatn.

Heimild: Chosun Ilbo

Snellingör

15. maí 2010

Þetta myndband (http://vimeo.com/11673745) ætti að vera hið opinbera tónlistarmyndband fyrir Kolniðinn hans Jónsa.

Í litlum bæ

8. maí 2010

Að standa berfættur á grasinu um lágnætti, finna hæga goluna á húðinni og hlusta á lækinn þvaðra og hrossagaukana hneggja. Hver þarf þá heimabíó með 60″ plasmaskjá og 7.1 hátalara?

Nefni ég letur á næstunni, verða það líklega einstakar leturgerðir. Ég ætla því að skjóta út árið með því að nefna Open Font Library - letursafn þar sem allt letrið er öllum opið. Þetta er helsti staðurinn til að finna Rursus Compact Mono.

Flest jafnbilaletur nú er byggt á steinskrift. Courier og Pica eru helstu undantekningarnar. Rursus Compact Mono minnir ögn á blöndu af þessu tvennu. Það er hálf stórkarlalegt að sjá, enda var það samið til notkunar á skjá.

Meira japanskt letur: Togoshi Fonts. Fátt um það að segja, nema Mona Gothic er sniðið að gerð mynda úr bókstöfum.

Fernt letur er í boði: Togoshi Gothic, Mono, Mona Gothic og Mincho. Það er, í þessarri röð, steinskrift, jafnbila steinskrift, steinskrift og bókskrift. Allt letrið er upprétt og í einni þykkt.

Letrið fellur allt undir Wadalab-leyfið.