Fiskur í ísskápnum
12. júlí 2010
Fiskur og kjöt geymast nokkrum dögum lengur lengur í ísskápnum sé það penslað með olífuolíu eða annarri matarolíu og vafið í plast.
Heimild: Chosun Ilbo.
Ljós og fín
8. júlí 2010
Mataráhöld úr tré dökkna síður séu þau þurrkuð í örbylgjuofni eftir þvott.
Heimild: Chosun Ilbo.
Fiski- og fréttaannáll 1999
6. júlí 2010
Fiski- og fréttaannáll anno 1999, ens næstsíðasta árs aldar skriðdrekans.
Sunnudagur, 13. dagur junii.
Aksturskeppnir miklar í Canada mið. Vóru fráföll só mikil að elstu rauparar sögðust ekki muna annað eins úr sinni bernsku, og þóttust ökuþórar hrak- og fýluferðir einar fara. Komu og 650 regnbogaskreyttir silungar akandi í yfirlæti og kerjum þó frá Árlaxi í Kelduhverfi norður, en voru þó frelsi fegnir og gripu skjótt til ugga.
Fimmtudagur, 17. dagur junii
og fimmta ár frá hinni miklu þjóðvegahátíð Sunnlendinga. Létu þrír silungar góð varnaðarorð sér sem vind um eyru þjóta, flugu sér í munn koma og svo líf sitt. Voru það hinir fyrstu sem á land komu.
Sunnudagur, 4 dagur julii.
Kómu þann dag 16 silungar á land og var met. Haldið í Bandaríkjum westur heitrahundakappát. Vegnaði þarlendum vel en sólarsonum miður og urðu þeir að láta af hendi meistaratitilinn.
Laugardagur, 10. dagur julii.
Var landað 35 silungum; og þar með sett met er seint yrði slegið, að minnsta kosti það sumarið. Veður var af vestri og mikill hiti, sól og vindur.
Sunnudagur, 11. dagur julii.
Veður var með hinum sömu býsnum og gærdagsins, svo að tölvur fengu af yfirlið, slag og minnisleysi. Hvarf og Harðráðsnautur.
Þriðjudagur, 13. dagur julii.
Mættur til starfa Björgvinsnautur, arftaki Harðráðsnautar. Sá er hinum fyrri fremri, að geta vegið alla þá laxa og silunga íslenska er honum berast, en það gat hinn ekki. Var hann brennimarkaður í hví og hast svo að þekkjast skyldi ef á flakk færi.
Miðvikudagur, 21. dagur julii.
Þann dag féllu 8 silungar fyrir flugu eftir harðar rimmur, og var það nýtt met, en það gamla, bætta og brotna var 6 fiskar á flugu teknir. Reyndist hin fengsæla fluga afbrigði af Black Zulu með bleikum broddi og engu silfri.
Laugardagur, 24. dagur julii.
Gekk á með rokum; var sá vindgangur með þeim ósköpum að skúr skalf, bátur bifaðist í vör og Harðráðsnautur hrökk úr felum sínum.
Miðvikudagur, 11. dagur augusti.
Þau fárleg teikn voru á lopti að sól sást aðeins hálf að morgni, en sáust eigi héðan er ský skyggðu himin til kvölds.
Sunnudagur, 15 dagur augusti.
Gerðust Eskfirðingar nokkurir svo fullir af hermóð og göróttum drykk að þeir lögðu í víking og hræddu konur mjög. Báru salerni tjaldstæðisins ekki sitt barr er skyldi eftir þá aðför og tjaldstæðisgestur lofaði guð sinn að hafa sloppið heil og óséð af þeim ofstopamönnum.
Þriðjudagur, 31. dagur augusti.
Svo sem hið fyrsta verk var að draga foglhús á vatn út, var hið síðasta verk að draga þau á land upp. Gerði Íslandsbiskup visitatio á yfirreið sinni og var messað við góða mætingu.
Veður öll válynd, er ýmist skyldi ofkæla menn, drekkja þeim eða gufusjóða í eigin svita, og var þá sumum það að haldreipi að leggjast svo á kaf í vatn að eitt saman höfuðið sást.
Antykwa Półtawskiego
2. júlí 2010
Nú hefur þetta letur (Antykwa Półtawskiego) heldur betur fengið andlitslyftingu. Það er nú í fjórum þykktum (Light, Book, Medium og Bold) og fimm breiddum (Condensed, Semi-condensed, normal, Semi-expanded og Expanded), allt saman upprétt og skáletur (italic). Samanlagt eru það fjörutíu leturskrár.
Að auki hafa Iwona og Kurier fengið smáendurbætur.
Letrið fæst sem TeX-letur, TrueType og PostScript OpenType skv. GUST-leyfinu.
Við að grilla fisk
28. júní 2010
Fiskur festist síður og lyktar minna, sé borinn á hann nýr sítrónusafi.
Heimild: Chosun Ilbo.
Ef kúlupenni skrifar illa
31. maí 2010
Þá er reynandi að stinga oddinum á kaf í sígarettufilter og snúa honum hratt.
Heimild: Chosun Ilbo
Að rykhreinsa húsgögn
28. maí 2010
Vefðu dagblaðapappír utan um prik, bleyttu í og rúllaðu létt yfir húsgögnin.
Heimild: Chosun Ilbo
Að losna við lauklykt af hníf
21. maí 2010
Sértu nýbúin(n) að skera laukinn, skerðu gulrætur strax á eftir. Lauklyktin hverfur af hnífnum við það.
Heimild: Chosun Ilbo.
Að fá kúlupenna til að skrifa aftur
19. maí 2010
Dýfðu oddinum, fyrst í heitt vatn, svo í kalt vatn.
Heimild: Chosun Ilbo
Snellingör
15. maí 2010
Þetta myndband (http://vimeo.com/11673745) ætti að vera hið opinbera tónlistarmyndband fyrir Kolniðinn hans Jónsa.